gæði og öryggi
FLUTNINGSÞRIF
flekklaus þrif fyrir frábærar eignir á höfuðborgarsvæðinu
Þú pakkar og flytur... við sjáum um rest
Því þú vilt miklu frekar stússa á nýja staðnum en skrúbba gamla
Við gerum alla hluti einfalda. Við sækjum lyklana til þín, mætum þegar allt er orðið tómt, skrúbbum og skellum í lás á eftir okkur.
Ekkert vesen.
Nákvæmlega eins og þú myndir vilja koma að...
-
Eldhúsinnrétting þrifin að utan, ofan og innan úr skápum ásamt heimilistækjum, þ.m.t. ofn
-
Baðherbergisinnrétting að utan, ofan og innan úr skápum. Sturta, sturtugler, baðkar og blöndunartæki kísilpússuð
-
Allir skápar þrifnir að innan og utan
-
Hurðar þrifnar ásamt körmum og húnum
-
Gólflistar og ljósrofar
-
Rúður og gluggakistur
-
Veggir rykhreinsaðir ásamt helstu blettum
-
Gólf ryksuguð og skúruð
Verðið er jafneinfalt og að fá okkur á staðinn
-
0-99fm 40.000 m. vsk*
-
100fm+ 400 kr. pr. fm. m. vsk (sjúklega margar skammstafanir)**
STÓRA LETRIÐ... svona af því smátt letur er svo leiðinlegt. Okkar kúnnar eru svo súper að eignir eru alltaf eins og hress og skemmtileg heimili.
Svo kemur þetta EN!! * og ** Verðskráin gildir fyrir það sem flokkast undir hefðbundin heimili sem eru þrifin reglulega. Ef eignir hafa ekki verið þrifnar mánuðum saman, jafnvel reykt inni eða veipað eða annað sem gæti verið vesen, látið þá vita fyrirfram og við bókum lengri tíma með 20% álagi á verðskrá.
Athugið þó að við tökum ekki eignir sem þurfa sérmeðhöndlun vegna verulegs óþrifnaðar
Það er ekki eftir neinu að bíða, auðveldaðu þér flutningana
Höfum þetta einfalt... smelltu á okkur neðangreindum upplýsingum og við staðfestum pöntun með reikning sendum með tölvupósti sem þú svo staðfestir með greiðslu. Ókei? Ókei, áfram gakk...
Spurningar?
Smelltu á okkur PM á Facebook